Innlent

Telur slökkviliðsmenn brjóta lög með því að skila boðtækjum

Verkfall slökkviliðsmanna er hafið. Launanefnd sveitarfélaga telur að slökkviliðsmenn brjóti lög, ef þeir skila inn boðtækjum sínum, þannig að ekki veriði hægt að kalla út aukamannskap, ef á þarf að halda.

Slökkviliðsmenn skiluðu af sér boðtækjunum í morgun og fara ekki að bera þau aftur fyrr en síðdegis. Þetta er fyrsti liður í verkfallsaðgerðum þeirra, en þeir hafa verið á lausum samningum í rúmt ár og samningaviðræður hafa ekki borið árangur.

Engir slökkviliðsmenn verða á vakt á Akureyrarflugvelli á meðan á þessu stendur og því flýtti Flugfélag íslands tveimur ferðum frá Reykjavík og fóru vélarnar norður fyrir klukkan sjö. Þær verða farnar frá Akureyri fyrir klukkan átta og svo verður ekkert flug fyrr en síðdegis, að aðgerðum loknum. Ekki verður röskun á öðrum flugvöllum














Fleiri fréttir

Sjá meira


×