Enski boltinn

Reina sér á eftir Benitez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pepe Reina í æfingabúðum spænska landsliðsins fyrr í vikunni.
Pepe Reina í æfingabúðum spænska landsliðsins fyrr í vikunni. Nordic Photos / AFP

Það kom Pepe Reina, markverði Liverpool, í opna skjöldu þegar hann heyrði að Rafael Benitez væri hættur sem knattspyrnustjóri liðsins.

Reina er nú að undirbúa sig fyrir HM með spænska landsliðinu en fréttirnar af brotthvarfi Benitez bárust í dag.

Það var Benitez sem fékk Reina til félagsins á sínum tíma en sá síðarnefndi hefur áður margoft sagt að hann hafði ekki trú á því að Benitez myndi fara frá félaginu í sumar.

„Þetta er leiðinleg stund fyrir Liverpool, Rafa Benitez og þá leikmenn sem hafa unnið með honum," sagði Reina við spænska fjölmiðla í kvöld.

„Hann var félaginu afar mikilvægur þau sex ár sem hann var þar. Ég átti aldrei von á því að hann myndi fara."

„En það eina sem ég get gert er að þakka honum þá trú sem hann sýndi mér og óska ég honum alls hins besta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×