Viðskipti erlent

Sjálfsmorð kosta japanska hagkerfið 3.800 milljarða

Japönsk stjórnvöld segja að sjálfsmorð og þunglyndi hafi kostað japanska hagkerfið um 32 milljarða dollara, eða um 3.800 milljarða króna, á síðasta ári.

Fjallað er um málið á BBC en þar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Japan hafi greint frá umfangi þessa kostnaðar fyrir japönsku þjóðina.

Japan býr við eina hæstu sjálfsmorðstíðni í heiminum en þar sviptu fleiri en 32.000 manns sig lífi á síðasta ári.

Naoto Kan forsætisráðherra landsins segir að þessi sjálfsmorð endurspegli niðursveifluna í efnahagslífi landsins. Stjórnvöld muni bregðast við þessu vandamáli með því að koma á fót sérstökum aðgerðahóp til að draga úr tíðni sjálfsmorða.

Samkvæmt upplýsingum frá japanska heilbrigðisráðuneytinu hafa yfir 30.000 Japanir svipt sig lífi árlega á undanförnum áratug. Samanlagður fjöldi þeirra á tímabilinu er því álíka og öll íslenska þjóðin.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×