Íslenski boltinn

Sjálfsmark tryggði Valskonum bikarinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Valskonur lögðu Stjörnuna 1-0 í bikarúrslitum kvenna í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar en það skoraði Kristrún Kristjánsdóttir á tólftu mínútu.

Leikurinn var því miður mjög bragðdaufur og hreinlega leiðinlegur áhorfs.

Sóknaraðgerðir Stjörnunnar í fyrri hálfleik voru mjög hægar og lítið mál fyrir Val að stöðva þær. Katrín Jónsdóttir skallaði framhjá úr hörkufæri strax í byrjun leiks áður en Kristrún skoraði markið glórulausa sem réði úrslitum.

Næst komst Stjarnan því að skora í fyrri hálfleik þegar Anna Björk Kristjánsdóttir fékk hættulegt skallafæri eftir horn. Í seinni hálfleik var mun meira líf í Garðabæjarliðinu og það náði nokkrum sinnum að skapa mikla hættu upp við mark Vals.

En ekki kom jöfnunarmarkið og Valskonur fögnuðu vel þegar góður dómari leiksins, kjötiðnaðarmaðurinn Örvar Sær Gíslason, flautaði til leiksloka. Þær eru vel að þessum titli komnar enda fóru þær mjög erfiða leið í þessi bikarúrslit.

Stjarnan - Valur 0-1

0-1 Sjálfsmark (12.)

Dómari: Örvar Sær Gíslason

Stjarnan:

Sandra Sigurðardóttir

Katie McCoy

Ásgerður Baldursdóttir

(77. Karen Sturludóttir)

Soffía Gunnarsdóttir

Kristrún Kristjánsdóttir

(90. Hugrún Elvarsdóttir)

Margrét Vigfúsdóttir

Inga Birna Friðjónsdóttir

(62. Anna María Baldursdóttir)

Laura King

Anna Björk Kristjánsdóttir

Lindsey Schwartz

Írunn Aradóttir

Valur:

María Björg Ágústsdóttir

Pála Marie Einarsdóttir

Rakel Logadóttir

(76. Björk Gunnarsdóttir )

Katrín Jónsdóttir

(63. Laufey Ólafsdóttir )

Kristín Ýr Bjarnadóttir

Dóra María Lárusdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Dagný Brynjarsdóttir

Thelma Björk Einarsdóttir

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir

Embla Grétarsdóttir


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×