Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården, var sá markmaður í sænsku kvennadeildinni á þessu tímabili sem varði flest skot. Guðbjörg varði alls 116 skot í 22 leikjum eða 5,3 skot að meðaltali í leik. Guðbjörg varði einu skoti meira en Kristin Hammarström markvörður KIF Örebro DFF sem kom henni næst.
Guðbjörg varði 77 prósent skota sem á hana komu en hún fékk á sig 34 mörk á tímabilinu. Guðbjörg hélt marki sínu hreinu í sex leikjum Djurgården en liðið endaði í 8. sætinu eftir 2-0 sigur á botnliði AIK í lokaumferðinni um helgina.
Þóra Björg Helgadóttir, markvörður sænsku meistaranna í LdB FC Malmö, var meðal efstu markmanna í bæði hlutfallsmarkvörslu og yfir flesta leiki haldið hreinu. Þóra varði alls 73 skot í 21 leik. Hún hélt marki sínu tíu sinnum hreinu og varði 81 prósent þeirra skota sem á hana komu.
