Íslenski boltinn

Stjörnumenn unnu sinn fyrsta sigur í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jovan Zdravevski lék vel í Keflavík.
Jovan Zdravevski lék vel í Keflavík. Mynd/Valli
Stjarnan vann sinn annan leik í röð í Iceland Express deild karla þegar liðið vann 9 stiga sigur á Keflavík í Keflavík í kvöld. Þetta var jafnframt annar tapleikur heimamanna í röð.

Stjörnumenn voru yfir í hálfleik þökk sé góðum endaspretti í bæði lok fyrsta og annars leikhluta. Stjarnan skoraði sex síðustu stig fyrsta leikhlutans og var 23-20 yfir í lok hans.

Keflvíkingar voru búnir að ná forustunni í öðrum leikluta en Keflavíkurliðið skoraði ekki stig síðustu fjórar mínútur hálfleiksins og á meðan skoraði Stjörnuliðið níu stig í röð og breytti stöðunni úr 32-29 í 32-38.

Stjörnumenn bættu við forskotið í þriðja leikhluta og voru voru tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-49.

Keflvíkingar unnu sig enn á ný inn í leikinn í fjórða leikhlutanum og voru búnir að minnka muninn í fjögur stig, 63-67, en gáfu enn á ný eftir í lokin og gestirnir úr Garðabænum nýttu sér það og tryggðu sér 9 stiga sigur, 78-69.

Jovan Zdravevski var með 21 stig og 11 fráköst í liði Stjörnunnar og Marvin Valdimarsson skoraði 17 stig. Justin Shouse var aðeins með 9 stig en það kom ekki að sök.

Gunnar Einarsson skoraði 18 stg fyrir Keflavík og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 16 stig og 8 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði síðan 17 stig.



Keflavík-Stjarnan 69-78 (20-23, 12-15, 17-21, 20-19)


Keflavík: Gunnar Einarsson 18/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 7/9 fráköst, Elentínus Margeirsson 3/5 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/8 fráköst/3 varin skot.

Stjarnan: Jovan Zdravevski 21/11 fráköst, Marvin Valdimarsson 17/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 9, Justin Shouse 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Aron Ingvason 7, Fannar Freyr Helgason 7/4 fráköst/3 varin skot, Guðjón Lárusson 6/6 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 2/5 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×