Moss telur Schmacher búinn með það besta 29. apríl 2010 12:01 Michael Schumacher og gamla kappaksturskempan Stirling Moss. Mynd: Getty Images Bretinn Stirling Moss, fyrrum Formúlu 1 ökumaður telur að Michael Schumacher hafi gert mistök í því að mæta aftur í Formúlu 1 og hann hafi ekki sömu brennandi þörf á sigri og áður. Moss vann sjálfur 16 Formúlu 1 mótum á meðan hann keppti og ók m.a. með Mercedes á sínum tíma sem Schumacher keppir með í dag. Þetta er á skjön við það sem Ross Brawn og Nobert Haug, yfirmenn hjá Mercedes segja um Schumacher. Þeir vilja meina að hann hafi bara verið óheppinn í mótum ársins og hans tími muni koma, þó Nico Rosberg hafi slegið honum við hjá liðinu til þessa. "Sjö titlar er vissulega mikið afrek, en það þýðir samt ekki að hann sé sá besti sem uppi hefur verið. Einhverjir telja að hann standi sig ekki núna, af því það eru nokkur ár síðan hann keppti. En ég ætla að halda mig við það sem ég sagði í upphafi tímabilsins", sagði Moss á vefsíðu ESPN, þar sem hann skrifar pistil. "Titlarnir sjö sem Schumacher vann gefa ekki rétta mynd af getu hans og ég held að það sé að sýna sig í slagnum við Nico Rosberg. Rosberg er raunverulega númer eitt hjá Mercedes og hefur verið fljótari en Schumacher við allar aðstæður." "Schumacher tekur ekki íþróttina eins alvarlega og áður. Það er ekki hægt að keppa til gamans, þetta þarf að vera árátta. Ég held að Schumacher sé búinn með þann hluta. Til að vinna verða menn að trúa því að engin sé betri og geti unnið þig. Ég held að hann hafi ekki þá hugsun núna. Mér sýnist þátttaka hans núna sé bara hluti af því að hann sé endnalega að hætta, frekar en framlenging á ferlinum", sagði Moss. Moss ók á sínum tíma fyrir Mercedes ásamt Juan Manuel Fangio árið 1955, þá 25 ára gamall og vann fjóra sigra gegnum einum Fangios. Fangio varð hins vegar fimm sinnum meistari og það met stóð þar Schumacher sló honum við. Nokkuð er víst að Schumacher mun gera sitt til að sanna fyrir Moss og öðrum að hann hefur ennþá það sem til þarf, en hann hefur veirð óheppinn í tvígang í mótum ársins. Í eitt skiptið bilaði bíll hans og í hinu var ekið yfir framvæng á bíl hans í upphafi móts. Hann var hinsvegar ekki sáttur við eigin frammtistöðu í síðustu keppni, en hyggur gott til glóðarinnar í Barcelona á Spáni um aðra helgi. Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Stirling Moss, fyrrum Formúlu 1 ökumaður telur að Michael Schumacher hafi gert mistök í því að mæta aftur í Formúlu 1 og hann hafi ekki sömu brennandi þörf á sigri og áður. Moss vann sjálfur 16 Formúlu 1 mótum á meðan hann keppti og ók m.a. með Mercedes á sínum tíma sem Schumacher keppir með í dag. Þetta er á skjön við það sem Ross Brawn og Nobert Haug, yfirmenn hjá Mercedes segja um Schumacher. Þeir vilja meina að hann hafi bara verið óheppinn í mótum ársins og hans tími muni koma, þó Nico Rosberg hafi slegið honum við hjá liðinu til þessa. "Sjö titlar er vissulega mikið afrek, en það þýðir samt ekki að hann sé sá besti sem uppi hefur verið. Einhverjir telja að hann standi sig ekki núna, af því það eru nokkur ár síðan hann keppti. En ég ætla að halda mig við það sem ég sagði í upphafi tímabilsins", sagði Moss á vefsíðu ESPN, þar sem hann skrifar pistil. "Titlarnir sjö sem Schumacher vann gefa ekki rétta mynd af getu hans og ég held að það sé að sýna sig í slagnum við Nico Rosberg. Rosberg er raunverulega númer eitt hjá Mercedes og hefur verið fljótari en Schumacher við allar aðstæður." "Schumacher tekur ekki íþróttina eins alvarlega og áður. Það er ekki hægt að keppa til gamans, þetta þarf að vera árátta. Ég held að Schumacher sé búinn með þann hluta. Til að vinna verða menn að trúa því að engin sé betri og geti unnið þig. Ég held að hann hafi ekki þá hugsun núna. Mér sýnist þátttaka hans núna sé bara hluti af því að hann sé endnalega að hætta, frekar en framlenging á ferlinum", sagði Moss. Moss ók á sínum tíma fyrir Mercedes ásamt Juan Manuel Fangio árið 1955, þá 25 ára gamall og vann fjóra sigra gegnum einum Fangios. Fangio varð hins vegar fimm sinnum meistari og það met stóð þar Schumacher sló honum við. Nokkuð er víst að Schumacher mun gera sitt til að sanna fyrir Moss og öðrum að hann hefur ennþá það sem til þarf, en hann hefur veirð óheppinn í tvígang í mótum ársins. Í eitt skiptið bilaði bíll hans og í hinu var ekið yfir framvæng á bíl hans í upphafi móts. Hann var hinsvegar ekki sáttur við eigin frammtistöðu í síðustu keppni, en hyggur gott til glóðarinnar í Barcelona á Spáni um aðra helgi.
Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira