Fótbolti

Flamini hjá AC Milan: Óttumst ekki Wayne Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mathieu Flamini.
Mathieu Flamini. Mynd/AFP
Mathieu Flamini, leikmaður AC Milan og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að liðið geri ekki neinar sérstakar ráðstafanir til þess að stoppa Wayne Rooney þegar AC Milan og Manchester United mætast í kvöld í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ótti er ekki rétta orðið. Auðvitað þurfum við samt að passa okkur á honum því við vitum að hann er frábær leikmaður sem getur skorað hvenær sem er," sagði Mathieu Flamini við BBC Sport.

Wayne Rooney er búinn að skora 24 mörk á tímabilinu fyrir United og enska landsliðið. Hann á samt ennþá eftir að skora í Meistaradeildinni í vetur.

„Það eru engin sérstök plön fyrir Rooney því við leggjum bara áherslu á að halda einbeitingunni og vera grimmir," sagði Flamini en bætti við:

„Við megum ekki bara einbeita okkur að því að stoppa Rooney því það eru fleiri sterkir leikmenn í United-liðinu og Manchester United sækir alltaf á mörgum mönnum," sagði Frakkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×