Hugmyndafræði Hitlers? Baldur Þórhallson skrifar 11. ágúst 2010 06:15 Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun