Fótbolti

Myndasyrpa af fögnuði Evrópumeistaranna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Inter frá Ítalíu varð í gær Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Bayern München, 2-0, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madrídarborg í gær.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri, fagnaði mjög í leikslok rétt eins og leikmenn og stuðningsmenn Inter.

Skoða má myndasyrpuna með því að smella á tengilinn hér að neðan.



Maicon faðmar hér bikarinn góða eftir leikinn í gær.
Diego Milito skoraði bæði mörk Inter í gær. Hér fagnar hann eftir síðara markið.
Milito var valinn maður úrslitaleiksins.
Arjen Robben, leikmaður Bayern München, í leiknum í gær.
Jose Mourinho, stjóri Inter, fagnaði sigri sinna manna vel og innilega í leikslok.Nordic Photos / Getty Images
Hér fagna Mourinho og Marco Materazzi.
Javier Zanetti, fyrirliði Inter, lyftir hér bikarnum á loft.
Mourinho hefur nú unnið Meistaradeildina bæði með Porto og Inter. Hann stefnir á að vera fyrsti þjálfarinn sem vinnur titilinn með þremur mismunandi félögum.
Mourinho er hér með son sinn á háhesti.
Franck Ribery, leikmaður Bayern, var í leikbanni í gær og þurfti að horfa á leikinn af hliðarlínunni.Nordic Photos / Bongarts
Julio Cesar fagnar með fjölskyldu sinni eftir leikinn.
Samuel Eto'o vann þrennuna með Barcelona í fyrra og endurtók svo leikinn með Inter í ár.
Markahetjan Diego Milito með son sinn eftir leikinn í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×