Innlent

Fljótari að taka ákvarðanir

Færni Fólk tekur ákvarðanir byggðar á stanslausum útreikningi á líkum. Þeir sem spila hraða tölvuleiki bæta þá færni. Fréttablaðið/Valli
Færni Fólk tekur ákvarðanir byggðar á stanslausum útreikningi á líkum. Þeir sem spila hraða tölvuleiki bæta þá færni. Fréttablaðið/Valli

Þeir sem spila tölvuleiki sem reyna á hröð viðbrögð eru fljótari að taka réttar ákvarðanir, en þeir sem ekki spila slíka leiki, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna við Rochester-háskóla í Bandaríkjunum.

Þeir sem spiluðu tölvuleiki, til dæmis svokallaða skotleiki, reyndust fljótari að taka afstöðu í prófum vísindamannanna en samanburðarhópurinn. Þrátt fyrir það tóku þeir ekki oftar ranga ákvörðun en hinir.

Vísindamennirnir benda á að tölvuleikir gætu verið góð þjálfun fyrir sérfræðinga sem þurfa að geta tekið ákvarðanir hratt, til dæmis lækna sem starfi á átakasvæðum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×