Lífið

FM Belfast lenti í ofsaveðri í Færeyjum

FM Belfast lenti óveðri á tónleikahátíð í Færeyjum en gátu þó spilað um leið og veðri lægði.
FM Belfast lenti óveðri á tónleikahátíð í Færeyjum en gátu þó spilað um leið og veðri lægði.
„Við urðum svo sem ekki mikið vör við þetta því við sátum inni í húsí þegar veðrið var sem verst. Okkur fannst samt mjög leiðinlegt að tónleikunum yrði kannski frestað,“ segir Árni Vilhjálmsson, meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast, en hljómsveitin lenti í ofsveðri í Færeyjum þegar þau tróðu upp á á tónleikahátíðinni G! á fimmtudaginn.

Tónleikahátíðin er sú stærsta í Færeyjum og er haldin í litla sjávarþorðinu Gata. Dagskránni seinkaði mikið og útlit var um tíma að öllu tónleikahaldi yrði frestað á fimmtudeginum en hátíðin stóð yfir helgina. Mikið úrhelli og rok olli glundroða á svæðinu, þar sem tjöld fuku á haf út og tónleikagestir þurftu að rýma svæðið.

„Færeyjingar eru samt greinilega vanir miklum veðrabreytingum eins og við á Íslandi. Gerðu allt mjög skipulega en sögðust samt ekki hafa upplifað svona vont veður í langan tíma,“ segir Árni og að hann hafi ekki upplifað áður svona vont veður á útihátíð áður.

Stærsta sviðinu, sem er staðsett á ströndinni, var lokað af öryggisástæðum og minna sviðið laskaðist í látnunum. Sumir tónleikagestirnir sáu á eftir tjöldunum sínum út á af en eftir helgina munu tjöld hafa verið uppseld í Færeyjum, enda þurftu margir að endunýja. Það stytti þó upp þegar líða tók á kvöldið og FM Belfast steig á stokk um við mikla ánægju tónleikagesta.

„Það var frábært að sjá hvað margir mættu þrátt fyrir hvernig dagurinn var búinn að vera. Allir í regngöllunum og með bros á vör. Bara dansandi í drullinu,“ segir Árni en Fréttablaðið frétti af einum æstum aðdáenda sem lagði á sig klukkutíma leigubílaferð frá Þórshöfn til að bera íslensku hljómsveitina augum þegar tónleikhald hófst á ný. - áp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.