Lögmaður sagði mansalsbrandara: Þetta átti að stuða Erla Hlynsdóttir skrifar 15. september 2010 14:33 Bragi Björnsson ákvað viljandi að stuða fundargesti Mynd: E.Ól. Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira