Rót hrunsins var sala bankanna og óheftur vöxtur 15. september 2010 01:30 Umbótastarfið langt komið Jóhanna Sigurðardóttir sagði sína skoðun á skýrslu þingmannanefndarinnar í gær. fréttablaðið/vilhelm Meginástæða hrunsins verður fyrst og fremst rakin til framferðis og stjórnarhátta stjórnenda og aðaleigenda bankanna. En rótina að þessum óförum má hins vegar rekja til einkavæðingar bankanna fram til ársins 2003 og þess óhefta vaxtar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir létu viðgangast og hvöttu í raun til fram undir það síðasta. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum um skýrslu þingmannanefndarinnar á Alþingi í gær. Hún sagði það miður að ekki hefði náðst samstaða um það í nefndinni að rannsaka einkavæðingu bankanna en fagnaði á móti yfirlýsingum formanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því á mánudag í þá átt. Kvaðst hún treysta því að breið samstaða náist um slíka rannsókn á þingi. Jóhanna sagðist ætla að beita sér fyrir því að unnið yrði hratt og vel úr tillögum þingmannanefndarinnar sem lúta að stjórnsýslunni og sagði umbótastarfið raunar þegar komið langt á veg. Nefndi hún að forystuhlutverk forsætisráðuneytisins hefði verið eflt, unnið væri að sameiningu ráðuneyta, sérstakar ráðherranefndir væru að störfum og reglur hefðu verið samdar um undirbúning lagafrumvarpa. Þá gat hún þess að stjórnsýsluskóli fyrir ráðherra, aðstoðarmenn og starfsmenn Stjórnarráðsins muni hefja störf síðar í mánuðinum. Þar verði meðal annars farið yfir vönduð vinnubrögð, störf ríkisstjórnar, skráningu gagna og almennar reglur stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. - bþs Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Meginástæða hrunsins verður fyrst og fremst rakin til framferðis og stjórnarhátta stjórnenda og aðaleigenda bankanna. En rótina að þessum óförum má hins vegar rekja til einkavæðingar bankanna fram til ársins 2003 og þess óhefta vaxtar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir létu viðgangast og hvöttu í raun til fram undir það síðasta. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum um skýrslu þingmannanefndarinnar á Alþingi í gær. Hún sagði það miður að ekki hefði náðst samstaða um það í nefndinni að rannsaka einkavæðingu bankanna en fagnaði á móti yfirlýsingum formanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því á mánudag í þá átt. Kvaðst hún treysta því að breið samstaða náist um slíka rannsókn á þingi. Jóhanna sagðist ætla að beita sér fyrir því að unnið yrði hratt og vel úr tillögum þingmannanefndarinnar sem lúta að stjórnsýslunni og sagði umbótastarfið raunar þegar komið langt á veg. Nefndi hún að forystuhlutverk forsætisráðuneytisins hefði verið eflt, unnið væri að sameiningu ráðuneyta, sérstakar ráðherranefndir væru að störfum og reglur hefðu verið samdar um undirbúning lagafrumvarpa. Þá gat hún þess að stjórnsýsluskóli fyrir ráðherra, aðstoðarmenn og starfsmenn Stjórnarráðsins muni hefja störf síðar í mánuðinum. Þar verði meðal annars farið yfir vönduð vinnubrögð, störf ríkisstjórnar, skráningu gagna og almennar reglur stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. - bþs
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira