Innlent

Trúði dagbókinni fyrir brestum sínum

Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson.

Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, skildi eftir sig viðamikil gögn þegar hann féll frá 1983, þar á meðal ítarlegar og persónulegar dagbækur, sem hann byrjaði að skrifa á barnsaldri og hélt áfram fram undir andlátið. Þessar dagbækur eru þungamiðjan í væntanlegri ævisögu Gunnars, sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur skráð.

Gunnar trúði dagbókum sínum fyrir markmiðum sínum í lífinu, vonum og vonbrigðum og eigin breyskleika. Guðni segir að dagbókarskrifin hafi verið Gunnari eins konar sáluhjálp.

„Gunnar glímdi til dæmis við áfengisvandamál og skráði af mestu samviskusemi hvernig hann ætlaði að ráða bót á því og hvernig það tókst og tókst ekki eftir atvikum," segir Guðni, sem telur að sjaldan hafi gefist jafn góður kostur á að kynnast hugarheimi forystumanns í íslenskum stjórnmálum.

Guðni var fenginn til að skrifa bókina að undirlagi fjölskyldu Gunnars og fékk óheftan aðgang að þeim gögnum sem Gunnar skildi eftir sig.

Nánar er rætt við Guðna í greininni hér fyrir neðan og birt stutt brot úr bókinni.- bs /






Tengdar fréttir

Dagbókin var sáluhjálparatriði

Meðal bóka sem væntanlegar eru í jólabókaflóðinu í ár er ævisaga Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Við ritun bókarinnar fékk Guðni óheftan aðgang að afar persónulegum dagbókum Gunnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×