Erlent

Eru óvissir um framtíðina

Bankastjórinn hugsar Niðurskurður í ríkisfjármálum evruríkjanna hefur áhrif á væntingar þýskra fjárfesta.Fréttablaðið/AP
Bankastjórinn hugsar Niðurskurður í ríkisfjármálum evruríkjanna hefur áhrif á væntingar þýskra fjárfesta.Fréttablaðið/AP

Þýskir fjárfestar hafa ekki verið jákvæðari frá í desember 2007, eða um það leyti sem fjármálakreppan lét á sér kræla. Þeir telja hins vegar horfurnar dökkar á næstu sex mánuðum, samkvæmt niðurstöðum Zew-væntingavísitölunnar.

Vísitalan stóð í 14,0 stigum í ágúst en hefur hrunið niður í mínus 4,3 stig. Vísitalan hefur ekki staðið jafn lágt frá í febrúar í fyrra. Þetta er daprari niðurstaða en búist var við enda reiknuðu flestir með fjögurra punkta lækkun, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar, sem bætir við að niðurskurður á fjárlögum evruríkjanna og hægur efnahagsbati setji mark sitt á niðurstöðurnar.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×