Alexander og Anna vinsæl 15. september 2010 05:00 Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira