Íslenski boltinn

Ragnar yngsti leikmaður Fylkis í efstu deild

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Bragi Sveinsson í leik með 2. flokki Fylkis.
Ragnar Bragi Sveinsson í leik með 2. flokki Fylkis. Mynd/Heimasíða Fylkis

Um helgina varð Ragnar Bragi Sveinsson yngsti leikmaður Fylkis til að spila með meistaraflokki félagsins í efstu deild.

Ragnar Bragi var 15 ára og 269 daga gamall á sunnudaginn þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Breiðabliks og Fylkis sem fyrrnefnda liðið vann, 1-0.

Þar með bætti hann met Róberts Gunnarssonar, landsliðsmanns í handbolta, sem var 16 ára og 50 daga gamall þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Kjartan Sturluson markvörð í leik Fylkis gegn Leiftri sumarið 1996.

Það er heimasíða Fylkis sem greinir frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×