Bíó og sjónvarp

Balti og Óttar leigðu sér þyrlu

Það verður spennandi að sjá hvernig eldgosið tekur sig út á hvíta tjaldinu í stórmynd Baltasars.
Það verður spennandi að sjá hvernig eldgosið tekur sig út á hvíta tjaldinu í stórmynd Baltasars.

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur var fljótur að hugsa þegar eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi á dögunum.

Baltasar sá að þarna væri komið frábært myndefni í fyrirhugaða víkingamynd hans, Víkingr, sem stórir aðilar í Hollywood ætla að framleiða. Tökumaðurinn í ferðinni var Óttar Guðnason en þeir félagar leigðu sér þyrlu til að ná sem bestu skotum af eldsumbrotunum.

Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki eftir þessari stórmynd Baltasars, sem segir frá víkingum sem flytja þræla frá Írlandi til Íslands. Ekkert er til sparað og hasarinn verður í fyrirrúmi. Auk leikmyndahönnuðarins Karls Júlíussonar, sem hlaut aðalverðlaun leikmyndahönnuða í Bandaríkjunum á dögunum, hafa verið ráðnir sérfræðingar í bardagaatriðum, þeir hinir sömu og sáu um bardagaatriðin í Braveheart-mynd Mel Gibson, búningahönnuður verður Consalata Boyle sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir búninga sína í The Queen, förðunarmeistarinn er sá hinn sami og var í Apocalypto og þannig má lengi telja.

Myndin er talin kosta á bilinu sex til níu milljarða króna.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.