Enski boltinn

Fulham fær Senderos frá Arsenal

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Senderos, lengst til vinstri, í leik Sviss og Ítalíu um síðustu helgi.
Senderos, lengst til vinstri, í leik Sviss og Ítalíu um síðustu helgi. GettyImages
Fulham hefur fengið Philippe Senderos til sín frá Arsenal. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og mun væntanlega mynda miðvarðarpar með Brade Hangeland hjá félaginu.

Senderos var ekki í náðinni hjá Arsene Wenger og var lánaður til AC Milan tímabilið 2008/2009. Hann heillaði heldur ekki David Moyes hjá Everton þar sem hann var í láni í fimm mánuði á síðasta tímabili.

"Ég er í skýjunum með þetta," sagði Senderos og Roy Hodgson stjóri Fulham sagðist hafa verið hrifinn af frammistöðum kappans frá því hann var fyrirliði U-17 ára landsliðs Sviss árið 2002.

"Ég hlakka mikið til að vinna með honum," sagði stjórinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×