Körfubolti

Sagan segir að sigurvegarinn í DHL-höllinni í kvöld verði meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR og Hamar mætast í þriðja sinn í DHl-höllinni í kvöld.
KR og Hamar mætast í þriðja sinn í DHl-höllinni í kvöld. Mynd/Stefán
KR og Hamar mætast í kvöld þriðja leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst klukkan 19.15. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að útiliðin hafa unnið tvo fyrstu leikina og skipts á því að rústa hvoru öðru í frákastabaráttunni.

Í sautján ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur staðan aðeins verið fjórum sinnum 1-1 í lokaúrslitunum og í öll skiptin hefur það lið orðið Íslandsmeistari sem hefur unnið þriðja leikinn og komist þar með í 2-1. Þrjú af þessum fjórum einvígum hafa samt farið alla leið í oddaleik.

KR-konur hafa fjórum sinnum verið í þessari stöðu og í öll fjögur skiptin hefur liðið tapað leik þrjú og orðið síðan að sætta sig við silfrið.

Þar á meðal er einvígi við Hauka í fyrra þar sem KR komst í 1-0 en tapaði síðan tveimur leikjum í röð og loks titlinum í oddaleik á Ásvöllum.

Lokaúrslit kvenna þar sem staðan hefur verið 1-1:

1994 Keflavík-KR

Þriðji leikur: Keflavík-KR 71-61

Íslandsmeistari: Keflavík vann eftir oddaleik

1998 Keflavík-KR

Þriðji leikur: Keflavík-KR 71-61

Íslandsmeistari: Keflavík vann 3-1

2000 KR-Keflavík

Þriðji leikur: KR-Keflavík 68-73

Íslandsmeistari: Keflavík vann eftir oddaleik

2009 Haukar-KR

Þriðji leikur: Haukar-KR 74-65 (61-61, framlengt)

Íslandsmeistari: Haukar vann eftir oddaleik






Fleiri fréttir

Sjá meira


×