Enski boltinn

Owen ánægður með ganginn í endurhæfingunni - klár á fyrstu æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Mynd/AFP
Michael Owen er sannfærður um að hann verði klár í slaginn frá fyrsta degi á nýju tímabili með Manchester United. Owen var ekkert með United á tímabilinu eftir að hann tognaði aftan í læri í úrslitaleik deildarbikarsins 28. febrúar.

Owen segir að hann muni æfa með liðinu frá fyrsta degi. „Undirbúningstímabilið hefst ekki fyrr en 5. júlí og allir allir. Ég hef verið að nota júnímánuð vel því það væri mjög gott að geta byrjað á fullu um leið og allt fer í gang," sagði Owen við Sky Sports.

„Það lítur þannig út í dag að ég ná þessu. Það er mikilvægt að ná öllu undirbúningstímabilinu og ég legg mikið á mig þessa dagana til þess að sjá til þess að svo verði," sagði Michael Owen.

Michael Owen skoraði 9 mörk í 31 leik í öllum keppnum á sínu fyrsta ári með Manchester United þar af komu 3 mörk í 19 leikjum hans í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×