Fótbolti

Redknapp spenntur fyrir Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist vera spenntur fyrir leikjum liðsins gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.

AC Milan er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag en Redknapp getur þó huggað sér við það að hann er þegar búinn að vinna Evrópumeistara Inter á leiktíðinni.

Þegar Tottenham mætti Inter á San Siro, sem er einnig heimavöllur AC Milan, lenti liðið 4-0 undir í fyrri hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í þeim síðari og leiknum lauk 4-3.

„Þetta var góð niðurstaða enda hefði það engu skipt hvaða lið við hefðum fengið - allir leikir hefðu verið erfiðir," sagði Redknapp.

„Þetta verður spennandi og við hlökkum mikið til að mæta AC Milan sem hefur unnið þennan titil í sjö skipti. Þetta er félag með ríka sögu og frábæra leikmenn."

„Ég vil mæta bestu liðum heims og það verður frábært að fá lið eins og AC Milan á White Hart Lane."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×