Umfjöllun: Framstúlkur í úrslit Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 19:04 Mynd/Daníel Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir. Olís-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira