Enski boltinn

Moyes létt eftir sigurinn á Carlisle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi að hafa ekki verið í rónni meðan á leik Everton og Carlisle stóð í dag enda stóð neðrideildarliðið lengi vel í úrvalsdeildarliðinu.

„Lokatölur endurspegla kannski ekki alveg hvernig leikurinn spilaðist en við erum komnir áfram. Erum einnig í Evrópukeppni og sífellt að bæta okkur í deildinni. Við erum á réttri leið," sagði Moyes eftir leikinn.

„Carlisle kom okkur ekkert á óvart en ég varð fyrir vonbrigðum með að mínir menn skildu ekki láta slag standa og klára leikinn er við komumst yfir. Ég varð fyrir vonbrigðum með margt í þessum leik en þó ekki úrslitin."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×