Orkudrykkjarfyrirtækið Gatorade hefur tilkynnt að það sé búið að rifta samningum sem einn af styrktaraðilum kylfingsins Tiger Woods.
Gatorade sem er í eigu PepsiCo er þriðja stórfyrirtækið á eftir AT&T og Accenture til þess að snúa bakinu við Woods eftir að framhjáhaldahneyksli kappans komst upp á dögunum.
Gatorade hefur jafnframt hætt við framleiðslu á orkudrykk sem tileinkaður var Woods og bar nafnið Tiger Focus.
„Það er ekki lengur pláss fyrir Woods í sölu -og markaðsherferð okkar en við óskum honum alls hins besta," sagði talsmaður Gatorade.