Brugg og smygl eykst með hærri sköttum 17. ágúst 2010 06:00 neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira