Viðskipti erlent

Ekki hægt að reiða sig jafnmikið á Bandaríkin lengur

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að heimurinn geti ekki reitt sig lengur á Bandaríkin í jafnmiklum mæli og áður til að koma efnahagslífi sínu á réttan kjöl.

Geithner hvetur Evrópuþjóðir í staðinn til að einbeita sér að hagvexti auk þess að skera niður opinber útgjöld til að ná sér út úr fjármálakreppunni.

Geithner lét þessi orð falla í Washington í viðtali við BBC í gærkvöldi en um helgina munu bæði G8 og G20 löndin funda í Toronto í Kanada.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×