Tónlistarferillinn Pearl Jam að þakka 1. júlí 2010 07:30 Magna dreymir um að fá Pearl Jam til landsins. „Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins," segir Magni Ásgeirsson söngvari og aðdáandi rokksveitarinnar Pearl Jam. Magni og nokkrir valinkunnir tónlistarmenn eru að skipuleggja tónleika til heiðurs Pearl Jam á Sódómu annað kvöld. „Það er eiginlega þeim að þakka, og þá helst söngvaranum Eddie Vedder, að ég fór út í þennan bransa, ja, þakka eða kenna," segir Magni. Pearl Jam gaf það út á dögunum að Ísland væri á óskalista sínum yfir staði til að sækja heim en lengi hefur staðið til að fá sveitina til landsins. „Ég veit til þess að margir hafa reynt að fá Pearl Jam hingað og rétt fyrir hrunið var það nánast í höfn, en svo fór sem fór og íslenska krónan ekki þessum mönnum bjóðandi," segir Magni en hann hefur verið aðdáandi sveitarinnar frá því hann var 12 ára og platan Ten kom út. „Ég fór á tónleika með þeim í Danmörku fyrir um tveimur árum síðan. Það var í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í Danmörku frá slysinu á Hróarskelduhátíðinni árið 2000. Það voru magnaðir og tilfinningaþrungnir tónleikar," segir Magni og heldur í vonina um að sveitin komi hingað fyrr en seinna. Að sögn Magna munu áhorfendur fá að heyra allt frá ballöðum að rokklögum sveitarinnar á tónleikunum en spurður um sitt uppáhaldslag með Pearl Jam vefst honum tungu um tönn. „Ég get ómögulega valið eitt lag því fyrir mér er platan Ten eitt stórt frábært lag. Pearl Jam er hljómsveit sem gerir þetta fyrir tónlistina en ekki peninginn." - áp Innlent Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
„Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins," segir Magni Ásgeirsson söngvari og aðdáandi rokksveitarinnar Pearl Jam. Magni og nokkrir valinkunnir tónlistarmenn eru að skipuleggja tónleika til heiðurs Pearl Jam á Sódómu annað kvöld. „Það er eiginlega þeim að þakka, og þá helst söngvaranum Eddie Vedder, að ég fór út í þennan bransa, ja, þakka eða kenna," segir Magni. Pearl Jam gaf það út á dögunum að Ísland væri á óskalista sínum yfir staði til að sækja heim en lengi hefur staðið til að fá sveitina til landsins. „Ég veit til þess að margir hafa reynt að fá Pearl Jam hingað og rétt fyrir hrunið var það nánast í höfn, en svo fór sem fór og íslenska krónan ekki þessum mönnum bjóðandi," segir Magni en hann hefur verið aðdáandi sveitarinnar frá því hann var 12 ára og platan Ten kom út. „Ég fór á tónleika með þeim í Danmörku fyrir um tveimur árum síðan. Það var í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í Danmörku frá slysinu á Hróarskelduhátíðinni árið 2000. Það voru magnaðir og tilfinningaþrungnir tónleikar," segir Magni og heldur í vonina um að sveitin komi hingað fyrr en seinna. Að sögn Magna munu áhorfendur fá að heyra allt frá ballöðum að rokklögum sveitarinnar á tónleikunum en spurður um sitt uppáhaldslag með Pearl Jam vefst honum tungu um tönn. „Ég get ómögulega valið eitt lag því fyrir mér er platan Ten eitt stórt frábært lag. Pearl Jam er hljómsveit sem gerir þetta fyrir tónlistina en ekki peninginn." - áp
Innlent Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira