Íslenski boltinn

Katrín: Þetta er alltaf jafn gaman

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, lyfti Íslandsmeistarabikarnum í dag eftir, 7-1, sigur Valsstúlkna gegn Grindavík. Hún segist aldrei verða þreytt á því að fagna titlinum.

„Tilfinningin er frábær og þetta er alltaf jafn gaman. Maður verður aldrei þreyttur á því að fagna titlinum en það var svolítið skrýtið að vita fyrir leikinn að maður væri að fara lyfta bikarnum," sagði Katrín.

„Við sýndum það í dag að við vorum alveg tilbúnar í leikinn og unnum sannfærandi þannig þetta er bara mjög gaman. Ánægjulegt hvað það mættu margar á völlinn, sól, sigur og völlurinn góður þannig þetta gekk allt saman upp. Það hefði ekki verið eins gaman að taka á móti bikarnum eftir tap," bætti Katrín við.

Katrín er mjög sátt með sumarið og er spennt fyrir evrópukeppninni.

„Ég er mjög sátt með sumarið og við erum búnar að vinna allt sem hægt er að taka hérna og svo verðum við bara að standa okkur í evrópukeppninni. Það er mjög spennandi verkefni og við vitum lítið um þetta spænska liðið ekki nema bara það að þær eru góðar þannig við rennum svolítið blint í sjóinn," segir Katrín en verður hún með næsta sumar?

„Ég veit það ekki og þarf að hugsa aðeins málið núna. Ég er búin að vera tæp núna í mánuð vegna ökklameiðsla og meiddist aftur í leiknum í dag þannig ég ætla aðeins að hugsa málið," sagði fyrirliðinn brosandi með bikarinn í fanginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×