Enski boltinn

Calderon: Real Madrid ætla sér Rooney

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fagna Rooney og Ronaldo saman hjá Real Madrid á næstu leiktíð?
Fagna Rooney og Ronaldo saman hjá Real Madrid á næstu leiktíð?
Fyrrum forseti Real Madrid, Ramon Calderon, segir að félagið sé með augun föst á framherja United, Wayne Rooney og er búist við því að þeir leggji fram risatilboð í leikmanninn næsta sumar.

Rooney hefur verið sjóðheitur í vetur og skoraði meðal annars tvö mörk í dag gegn Fulham sem þýðir að leikmaðurinn hefur skorað 32 mörk á tímabilinu.

„Það er nokkuð ljóst að Real Madrid eiga eftir að reyna fá Rooney til spánar. En ég er viss um að United vilja ekki missa þennan frábæra leikmann," sagði Calderon í viðtali við BBC Radio Five Live.

„Stundum er þetta spurning um peninga og ef að þeir eru til staðar er mögulegt að hægt sé að ná samkomulagi. Kaupin á Ronaldo voru góð og hann er einn af þeim bestu í heiminum. Hann er að gera mjög góða hluti hjá Real Madrid."

„En burt séð frá því þá veit ég ekki hvort það er mögulegt að eyða aftur 80-100 milljónum punda í leikmannakaup. En ef slíkt boð myndi berast í Rooney þá held ég að United ættu erfitt með að neita þannig tilboði," sagði Calderon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×