Enski boltinn

Eusebio að braggast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Portúgalinn Eusebio var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi en hann var lagður inn í síðustu viku með lungnabólgu.

Eusebio er einn frægasti knattspyrnumaður sögunnar en hann er 69 ára gamall. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins árið 1965 og átti stóran þátt í því að Portúgal varð í þriðja sæti á HM 1966 í Englandi.

Nítján ára gamall samdi hann við Benfica í heimalandinu en hann varð Evrópumeistari með liðinu árið 1962. Með landsliðinu skoraði hann 41 mark í 64 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×