Enski boltinn

Mancini vill að Balotelli hætti að reykja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnutsjóri Manchester City, er ekki ánægður með að Mario Balotelli hafi tekið upp þann vonda sið að reykja sígarettur.

Balotelli hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með City og uppátæki utan vallar. Reykingar hans hafa nú vakið spurningar um fagmennsku hans sem íþróttamaður í fremstu röð.

„Mér finnst þetta ekki í lagi en ég er ekki faðir hans," sagði Balotelli. „Ef hann væri sonur minn myndi ég sparka í rassinn á honum."

„Ég er búinn að segja honum að það væri betra ef hann myndi ekki reykja. Ég er mótfallinn reykingum og þess vegna reykir sonur minn ekki."

„Sumir knattspyrnumenn á Ítalíu reykja og nokkrir hér líka. Ég held að hann reyki ekki mikið - kannski 5-6 sígarettur á dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×