Viðskipti erlent

Verð á gulli lækkar talsvert

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað talsvert í dag og er komið niður í 1.835 dollara fyrir únsuna. Í gærmorgun fór verðið um skamma hríð yfir 1.900 dollara.

Þessi verðlækkun á gulli er í stíl við þróun markaða í Bandaríkjunum og Evrópu í gærkvöldi. Eftir verulega góðan dag á Wall Street hafa markaðir í Evrópu einnig verið í plús í dag. Þannig hefur FTSE vísitalan í London hækkað um tæpt prósent, Dax vísitalan í Frankfurt um 2,5% og Cac 40 í París um 1,3%.

Hækkanir á hlutabréfamörkuðum samfara verðlækkunum á gulli benda til að áhættufælni fjárfesta fari minnkandi í augnablikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×