Á að leyfa kristniboð í skólum? Ragnar Halldórsson skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Á tímum vaxandi ofbeldis, tillitsleysis, eigingirni og sálarangistar er börnum og ungu fólki fátt mikilvægara en að kynnast hjartahlýju, umburðarlyndi, fyrirgefningu og náungakærleika. Og svo vill til að þetta eru hornsteinarnir í boðskap kristinnar trúar. Því mætti spyrja á móti: Hvers vegna vill sumt fólk meina börnum og ungu fólki aðgang að þessum boðskap? Hvers vegna er hann þyrnir í augum þeirra? Kirkjan sem stofnunKannski er það kirkjunni sem stofnun að kenna. Kirkjan var og er vissulega íhaldssöm. Af og til rangsýn. Hún gleymir stundum eigin kjarna – orðum og boðskap Jesú Krists, sem fordæmdi engan. Sumum þykja einhverjir prestar stundum yfirlætisfullir. En presturinn er einn af söfnuðinum. Ekkert annað. Jafnvel þótt hann þiggi laun fyrir þjónustu sína. Og ófullkomleiki hans, yfirlæti, hégómi eða hroki er sá sami og okkar hinna sem sitjum úti í sal. Og hefur ekkert með boðskap Jesú Krists að gera nema til að staðfesta gildi hans. Sumir virðast halda að presturinn eða kirkjan hafi einkarétt á boðskap kristninnar frá Einkaleyfastofu. Auðvitað ekki. Við eigum hann öll jafnt. Og ef presturinn eða kirkjan sem stofnun hegða sér kjánalega eða ósiðlega er það fyrst og fremst vitnisburður um mannlegan breyskleika. Og allir skulu vera jafnir fyrir lögunum. Því hvað er kristin kirkja í raun? Hún er söfnuðurinn – andlegir afkomendur tólf lærisveina Krists. Og þeirra á meðal eru prestarnir og biskuparnir. Og kristin kirkja er og verður auðvitað aðeins góð og gild sem stofnun ef hún stendur vörð um kærleiksboðskap Jesú Krists, þótt hver og einn geti auðvitað tileinkað sér hann án hennar. Þeir sem hafa bent á margvísleg rangindi kirkjunnar í gegnum aldirnar hafa oftast haft rétt fyrir sér. Því kirkjan hefur oft breytt gegn boðskap Jesú Krists, sem var hermaður kærleikans, róttækur byltingarmaður fyrir málstað hinna fátæku og fyrirlitnu og kannski fyrsti femínisti mannkynssögunnar. Jesús tók upp hanskann fyrir syndarana. Hann þvoði krjúpandi fætur fátæklinganna og betlaranna. Boðskapur JesúHann boðaði ótakmarkaðan kærleika gagnvart þeim, sem okkur langar helst til að hata. Að elska þá, sem hata okkur. Það hefur enginn spámaður boðað hvorki fyrr né síðar. Og hvort sem okkur langar til að trúa á hann eða ekki þá er boðskapur hans uppbyggjandi, mannbætandi og snertir viðkvæmustu tilfinningar mannlegrar virðingar og kærleika gagnvart öðrum. Og fátt er hollara börnum og ungu fólki. „Háleitustu hugsjónir mennskunnar og dyggðanna“ sagði Dostoyevsky um kristnina. Og flestir hljóta að þroskast við að kynnast þessari setningu úr bæninni Faðir vor: „Fyrirgef oss vorar skuldir [syndir] svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum [þeim sem syndga gegn mér].“ Hér eru punktar frá Jesú sjálfum: „Allt sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra það gjörið þér mér. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini [num]. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Og hér er tilvitnun í þessum anda úr Nýja Testamentinu, Kor, 13: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkslausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.“ Saga frá götunniFyrir nokkrum árum var kunningi minn, sem er samkynhneigður, laminn af tveim vegfarendum seint um kvöld vegna útlits síns. Þegar hann sagði mér frá þessu stakk ég upp á að hringja í lögregluna og kæra árásina. „Nei, nei, ekki gera það“ sagði hann. „Nú?“ spurði ég forviða og hann svaraði: „Ég hef séð þetta gerast svo oft. Og það er alltaf sama sagan. Eftir eitt eða tvö ár eru þessir hommahatarar sjálfir farnir út úr skápnum og komnir í okkar hóp“. Því spyr ég: Skyldu þeir sem hatast við hugmyndir Jesú Krists um fyrirgefningu og kærleika og vilja alls ekki að íslensk börn fái að kynnast þessum boðskap, verða fallnir fyrir honum eftir eitt eða tvö ár? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum vaxandi ofbeldis, tillitsleysis, eigingirni og sálarangistar er börnum og ungu fólki fátt mikilvægara en að kynnast hjartahlýju, umburðarlyndi, fyrirgefningu og náungakærleika. Og svo vill til að þetta eru hornsteinarnir í boðskap kristinnar trúar. Því mætti spyrja á móti: Hvers vegna vill sumt fólk meina börnum og ungu fólki aðgang að þessum boðskap? Hvers vegna er hann þyrnir í augum þeirra? Kirkjan sem stofnunKannski er það kirkjunni sem stofnun að kenna. Kirkjan var og er vissulega íhaldssöm. Af og til rangsýn. Hún gleymir stundum eigin kjarna – orðum og boðskap Jesú Krists, sem fordæmdi engan. Sumum þykja einhverjir prestar stundum yfirlætisfullir. En presturinn er einn af söfnuðinum. Ekkert annað. Jafnvel þótt hann þiggi laun fyrir þjónustu sína. Og ófullkomleiki hans, yfirlæti, hégómi eða hroki er sá sami og okkar hinna sem sitjum úti í sal. Og hefur ekkert með boðskap Jesú Krists að gera nema til að staðfesta gildi hans. Sumir virðast halda að presturinn eða kirkjan hafi einkarétt á boðskap kristninnar frá Einkaleyfastofu. Auðvitað ekki. Við eigum hann öll jafnt. Og ef presturinn eða kirkjan sem stofnun hegða sér kjánalega eða ósiðlega er það fyrst og fremst vitnisburður um mannlegan breyskleika. Og allir skulu vera jafnir fyrir lögunum. Því hvað er kristin kirkja í raun? Hún er söfnuðurinn – andlegir afkomendur tólf lærisveina Krists. Og þeirra á meðal eru prestarnir og biskuparnir. Og kristin kirkja er og verður auðvitað aðeins góð og gild sem stofnun ef hún stendur vörð um kærleiksboðskap Jesú Krists, þótt hver og einn geti auðvitað tileinkað sér hann án hennar. Þeir sem hafa bent á margvísleg rangindi kirkjunnar í gegnum aldirnar hafa oftast haft rétt fyrir sér. Því kirkjan hefur oft breytt gegn boðskap Jesú Krists, sem var hermaður kærleikans, róttækur byltingarmaður fyrir málstað hinna fátæku og fyrirlitnu og kannski fyrsti femínisti mannkynssögunnar. Jesús tók upp hanskann fyrir syndarana. Hann þvoði krjúpandi fætur fátæklinganna og betlaranna. Boðskapur JesúHann boðaði ótakmarkaðan kærleika gagnvart þeim, sem okkur langar helst til að hata. Að elska þá, sem hata okkur. Það hefur enginn spámaður boðað hvorki fyrr né síðar. Og hvort sem okkur langar til að trúa á hann eða ekki þá er boðskapur hans uppbyggjandi, mannbætandi og snertir viðkvæmustu tilfinningar mannlegrar virðingar og kærleika gagnvart öðrum. Og fátt er hollara börnum og ungu fólki. „Háleitustu hugsjónir mennskunnar og dyggðanna“ sagði Dostoyevsky um kristnina. Og flestir hljóta að þroskast við að kynnast þessari setningu úr bæninni Faðir vor: „Fyrirgef oss vorar skuldir [syndir] svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum [þeim sem syndga gegn mér].“ Hér eru punktar frá Jesú sjálfum: „Allt sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra það gjörið þér mér. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini [num]. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Og hér er tilvitnun í þessum anda úr Nýja Testamentinu, Kor, 13: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkslausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.“ Saga frá götunniFyrir nokkrum árum var kunningi minn, sem er samkynhneigður, laminn af tveim vegfarendum seint um kvöld vegna útlits síns. Þegar hann sagði mér frá þessu stakk ég upp á að hringja í lögregluna og kæra árásina. „Nei, nei, ekki gera það“ sagði hann. „Nú?“ spurði ég forviða og hann svaraði: „Ég hef séð þetta gerast svo oft. Og það er alltaf sama sagan. Eftir eitt eða tvö ár eru þessir hommahatarar sjálfir farnir út úr skápnum og komnir í okkar hóp“. Því spyr ég: Skyldu þeir sem hatast við hugmyndir Jesú Krists um fyrirgefningu og kærleika og vilja alls ekki að íslensk börn fái að kynnast þessum boðskap, verða fallnir fyrir honum eftir eitt eða tvö ár?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun