Lífið

Ragnhildur hætt í Kastljósinu

Stressuð Ragnhildur Steinunn viðurkennir að hún sé stressuð yfir frumsýningu Ísfólksins.
Stressuð Ragnhildur Steinunn viðurkennir að hún sé stressuð yfir frumsýningu Ísfólksins.
„Það sem réði þessu voru bara önnur verkefni. Ég er meðal annars að fara að stjórna þessari danskeppni í nóvember,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún hefur yfirgefið Kastljós Ríkissjónvarpsins í bili.

Þetta þýðir að Sigmar Guðmundsson er orðinn síðasti upprunalegi meðlimur Kastljóssins sem sett var saman 2007. Ragnhildur viðurkennir að hún kveðji Kastljósið með söknuði. „Þetta var mjög fínn skóli þar sem umfjöllunarefnin voru af öllum stærðum og gerðum.“

Ragnhildur frumsýnir í næstu viku nýja þætti sem hún hefur eytt öllu sumrinu í að taka upp og nefnast Ísfólkið. Þar ræðir hún við unga Íslendinga sem náð hafa langt á sínu sviði.

Fyrsti gesturinn verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson en sjónvarpskonan fór vestur um haf og fylgdist með útskrift leikarans úr leiklistardeild Juilliard-skólans í New York. Þá hefur myndbrot með Ragnhildi og Anitu Briem vakið mikla athygli en þar sést Hollywood-leikkonan fella tár.

„Við vorum bara að ræða fjölskylduerfiðleika,“ útskýrir Ragnhildur.

Sjónvarpskonan, sem ætti að vera öllu vön, viðurkennir að hún sé eilítið stressuð vegna þáttanna, þeir hafi verið hugarfóstur hennar lengi og nú leggi hún svolítið sjálfa sig að veði.

„Ef þetta er alveg glatað þá verður skuldinni skellt á mig. Ef Kastljósið var lélegt þá fékk Sigmar bara að finna fyrir því.“ - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.