Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök 15. apríl 2011 14:30 Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira