Erlent

Prestur játar barnaníð en ætlar ekki að hætta sem prestur

Kaþólikkar eru oft hressir. En ekki er vitað um viðbrögð Benedikts við játningu eins af þjónum Guðs. Myndin er úr safni.
Kaþólikkar eru oft hressir. En ekki er vitað um viðbrögð Benedikts við játningu eins af þjónum Guðs. Myndin er úr safni.
Fyrrverandi biskup kaþólsku kirkjunnar í Belgíu, játaði í gær í sjónvarpsviðtali í landinu, að hann hefði misnotað tvo frændur sína.

Annar þeirra var fimm ára þegar hann byrjaði að misnota hann og stóð ofbeldið yfir í þrettán ár. Málið kom upp fyrir ári síðan.

Í sjónvarpsviðtalinu í gær lýsti biskupinn því meðal annars yfir að hann ætlaði sér ekki að hætta störfum sem prestur vegna málsins. Þetta er enn eitt hneykslið sem skekur kaþólsku kirkjuna og varðar misnotkun á börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×