Erlent

Leitað á sex ára telpu á flugvelli

Óli Tynes skrifar
Myndin af leitinni á YouTube
Myndin af leitinni á YouTube
Hneykslunaralda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna þess að leitað var á sex ára gamalli telpu í öryggishliði á flugvelli. Foreldrar telpunnar tóku af því myndir og settu á

YouTube. Undanfarin misseri hefur kvörtunum rignt yfir flugmálayfirvöld í landinu vegna hertra öryggisreglna.
 

Flugvallayfirvöld afsaka sig með því að hryðjuverkamenn hafi sýnt að þeir svífist einskis við að reyna að granda flugvélum. Þeir víli ekki fyrir sér að nota börn ef svo ber undir.
Bæði þykja öryggisverðir ágengir við að þreifa á fólki og eins eru margir ósáttir við röntgenmyndavélar sem sjá í gegnum föt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×