Viðskipti erlent

Framkvæmdastjóri AGS: Ekki tími fyrir áhyggjuleysi

Strauss-Kahn
Strauss-Kahn
„Við eigum enn í kreppu og afleiðingar hennar eru enn áberandi," sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á blaðamannafundi við opnun vorfundar sjóðsins og Alþjóðabankans í gær.

Strauss-Kahn varaði þjóðir heims sérstaklega við því að verða áhyggjuleysi að bráð því bregðast þyrfti við aðkallandi vandamálum. Enn væri mikil óvissa um framtíðarþróun og þótt einhver efnahagsbati hafi orðið þá væri hann misjafn á milli landa og misskiptur innan þeirra.

Stærsta verkefnið sagði Strauss-Kahn vera að veita efnahagsbata og vexti í atvinnusköpun, þar væri helst pottur brotinn í heiminum. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×