Innlent

Flugmenn samþykkja yfirvinnubann

Mynd/Valgarður Gíslason
Flugmenn Icelandair hafa samþykkt yfirvinnubann sem hefst næstkomandi föstudag verði ekki búið að semja við þá um kjarabætur. Boðað yfirvinnubann þýðir að forfallist flugmaður kemur enginn sjálfkrafa í staðinn. Bannið kemur því til með að hafa áhrif á flugferðir Icelandair.

Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir í samtali við fréttastofu að haldnir hafi verið á á bilinu 20-30 fundir vegna kjaradeilu flugmanna sem starfa hjá Icelandair, þar af fjórir hjá Ríkissáttasemjara.

Eftir árangurslausar viðræður var boðað til atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann. Atkvæðagreiðslan hófst föstudaginn 10. júní og lauk í gær. Kjartan segir að um 81% félagsmanna hafi greitt atkvæði og af þeim sem tóku afstöðu voru 99% sem sögðu já. Sem fyrr segir hefst yfirvinnubannið næst komandi föstudag, 24. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×