Innlent

Jarðskjálftahrina í Geitlandsjökli

Jarðskjálftahrinan varð í sunnanverðum Langjökli.
Jarðskjálftahrinan varð í sunnanverðum Langjökli. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Jarðskjálftahrina varð í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli um klukkan átta í morgun og stóð hún yfir í um 15 mínútur. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega þrjú stig og fundust meðal annars í Húsafelli.

Einn jarðskjálfti varð síðan upp úr klukkan 9 og var hann mun minni. Síðan þá hefur allt verið með kyrrum kjörum síðan á svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×