Innlent

Formaður SÁÁ vill skattleggja knæpur og næturklúbba

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir óbeinan kostnað af næturlífi Reykjavíkur gríðarlegan og furðulegt að barir og skemmtistaðir beri ekki samfélagslegan kostnað í samræmi við þann óbeina kostnað ríkisins sem hlýst af. Í grein á heimasíðu SÁÁ segir Gunnar að nær allt lið lögreglu höfuðborgarsvæðisins sé haft á vakt um helgar, hópar verkamanna mæti undir morgun til að hreinsa götur og torg, læknar og hjúkrunarlið þurfi að gera að sárum þeirra sem verða undir í gleðinni og þá sé ótalinn gríðarlegur óbeinn kostnaður af áfengis- og vímuefnanotkun einstaklinga.

Gunnar segir þörf á að efla kostnaðarvitund á Íslandi. Skattleggja eigi næturklúbba svo þeir geti staðið undir nauðsynlegri löggæslu, hreinsun gatna og aðhlynningu sjúkra. Það myndi hugsanlega hafa í för með sér fækkun skemmtistaða, styttri opnunartíma og auknar tekjur og gjöld vegna þessarar starfsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×