Falleinkunn á frumvarp Jóns 18. júní 2011 02:00 Jón Bjarnason Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær harða útreið hjá sérfræðihópi sem ráðherrann skipaði sjálfur til að meta hagræn áhrif frumvarpsins.Fréttablaðið/Anton Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. Sérfræðihópurinn, sem tók til starfa í apríl, tók á mismunandi hagrænum áhrifum af frumvarpi Jóns sem lagt hefur verið fram á Alþingi en bíður frekari umfjöllunar á þeim vettvangi til haustsins. Auðlindagjald á útgerðafyrirtæki sem lagt er til í frumvarpinu getur ekki talist hóflegt að teknu tilliti til annarra þátta frumvarpsins, segir í niðurstöðum sérfræðihópsins sem skipaður var fimm mönnum. Ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. „Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það,“ segja sérfræðingarnir. Vara við valdi ráðherraÍ frumvarpi ráðherrans er reiknað með nýtingarrétti á aflaheimildum til fimmtán ára. „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar,“ segir hópurinn. Þá varar hópurinn við breytingum á fiskiveiðistjórnunarkerfinu sem takmarki getu fyrirtækja til að nýta sér tækifæri á markaði eða dragi úr hvata til langtímahugsunar. Mjög harðri gagnrýni er síðan beint að þeim meginþætti frumvarpsins að setja hluta aflaheimilda í svokallaða potta sem úthlutað sé af ráðherra. Séfræðingarnir segja ráðherra með þessu öðlast víðtækt vald. Stjórnmálamenn séu ekki ólíkir öðru fólki. „Þeir taka ákvarðanir sem taka mið af eigin hag líkt og aðrir,“ vara sérfræðingarnir við og benda á að almenningur, sem eigi lítilla hagsmuna að gæta, veiti lítið aðhald en hagsmunahópurinn sem sé samanþjappaður og eigi mikið undir leggi sig fram „af öllu afli“. Fjandsamlegt nýliðunSérfræðingarnir segja að takmarkanir á framsali veiðiheimilda geri nýliðun erfiðari í þeim hópi sem hafi almennar veiðiheimildir. Bann við veðsetningu muni gera fjármögnun útgerðar dýrari. „Einungis þeir sem hafa úr öðrum veðum að ráða eða koma með mikið eigið fé inn í útgerð eiga möguleika á að hefja útgerð í flokki 1 [almenna flokknum]. Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðun,“ segir sérfræðihópurinn sem kveður framsal kvótans stuðla að hagkvæmni. „Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum.“ Sterklega er varað við þeirri leið að nota sjávarútveginn til að ná fram byggðapólitískum markmiðum. „Á þann hátt er dregið úr rekstrarlegri hagkvæmni greinarinnar og þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segja sérfræðingarnir og undirstrika að það sé pólitísk ákvörðun hvort almannavaldið eigi að bregðast við staðbundinni þróun sem veiki einstök byggðarlög. Eðlilegt sé að gera slíkt þá á samfélagslegum grunni en ekki leggja það á herðar einnar atvinnugreinar. Ráðherra horfir til atvinnuöryggisBann við veðsetningu kvótans er að sögn sérfræðinganna óráðlegt. „Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum,“ segja þeir og bæta því við að eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja muni rýrna um fimmtíu prósent – varlega áætlað. „Frumvarpið leiðir því til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda.“ Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, í gær. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir hins vegar að það sé mat ráðherrans að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki eingöngu hagfræðileg, hvernig fiskveiðistjórnuninni er háttað og hvernig tekið er tillit til margháttaðra aðstæðna. Má hér sérstaklega nefna atvinnuöryggi íbúa í sjávarbyggðunum og ýmis jafnræðis- og mannréttindasjónarmið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. Sérfræðihópurinn, sem tók til starfa í apríl, tók á mismunandi hagrænum áhrifum af frumvarpi Jóns sem lagt hefur verið fram á Alþingi en bíður frekari umfjöllunar á þeim vettvangi til haustsins. Auðlindagjald á útgerðafyrirtæki sem lagt er til í frumvarpinu getur ekki talist hóflegt að teknu tilliti til annarra þátta frumvarpsins, segir í niðurstöðum sérfræðihópsins sem skipaður var fimm mönnum. Ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. „Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það,“ segja sérfræðingarnir. Vara við valdi ráðherraÍ frumvarpi ráðherrans er reiknað með nýtingarrétti á aflaheimildum til fimmtán ára. „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar,“ segir hópurinn. Þá varar hópurinn við breytingum á fiskiveiðistjórnunarkerfinu sem takmarki getu fyrirtækja til að nýta sér tækifæri á markaði eða dragi úr hvata til langtímahugsunar. Mjög harðri gagnrýni er síðan beint að þeim meginþætti frumvarpsins að setja hluta aflaheimilda í svokallaða potta sem úthlutað sé af ráðherra. Séfræðingarnir segja ráðherra með þessu öðlast víðtækt vald. Stjórnmálamenn séu ekki ólíkir öðru fólki. „Þeir taka ákvarðanir sem taka mið af eigin hag líkt og aðrir,“ vara sérfræðingarnir við og benda á að almenningur, sem eigi lítilla hagsmuna að gæta, veiti lítið aðhald en hagsmunahópurinn sem sé samanþjappaður og eigi mikið undir leggi sig fram „af öllu afli“. Fjandsamlegt nýliðunSérfræðingarnir segja að takmarkanir á framsali veiðiheimilda geri nýliðun erfiðari í þeim hópi sem hafi almennar veiðiheimildir. Bann við veðsetningu muni gera fjármögnun útgerðar dýrari. „Einungis þeir sem hafa úr öðrum veðum að ráða eða koma með mikið eigið fé inn í útgerð eiga möguleika á að hefja útgerð í flokki 1 [almenna flokknum]. Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðun,“ segir sérfræðihópurinn sem kveður framsal kvótans stuðla að hagkvæmni. „Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum.“ Sterklega er varað við þeirri leið að nota sjávarútveginn til að ná fram byggðapólitískum markmiðum. „Á þann hátt er dregið úr rekstrarlegri hagkvæmni greinarinnar og þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segja sérfræðingarnir og undirstrika að það sé pólitísk ákvörðun hvort almannavaldið eigi að bregðast við staðbundinni þróun sem veiki einstök byggðarlög. Eðlilegt sé að gera slíkt þá á samfélagslegum grunni en ekki leggja það á herðar einnar atvinnugreinar. Ráðherra horfir til atvinnuöryggisBann við veðsetningu kvótans er að sögn sérfræðinganna óráðlegt. „Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum,“ segja þeir og bæta því við að eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja muni rýrna um fimmtíu prósent – varlega áætlað. „Frumvarpið leiðir því til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda.“ Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, í gær. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir hins vegar að það sé mat ráðherrans að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki eingöngu hagfræðileg, hvernig fiskveiðistjórnuninni er háttað og hvernig tekið er tillit til margháttaðra aðstæðna. Má hér sérstaklega nefna atvinnuöryggi íbúa í sjávarbyggðunum og ýmis jafnræðis- og mannréttindasjónarmið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira