Innlent

Sirkus og sápukúlur - blómlegur bær á þjóðhátíð

Borgin bókstaflega blómstraði í dag þegar fagurmáluð andlit, full af gleði, virtust á hverju götuhorni. Viðamikil dagskrá var um alla borg og mátti sjá sirkusfólk á stultum, klifurgarpa og ungar stúlkur í skautbúningum.

Haraldur Guðjónsson ljósmyndari var á ferðinni í allan dag og í meðfylgjandi myndasafni hér að neðan má líta afrakstur dagsins. Þar kennir ýmissa grasa og ljóst að þeir sem heima sátu fá hér stemninguna beint í æð.

Með því að smella á myndbandið hér efst er síðast hægt að fylgja Hugrúnu Halldórsdóttur, fréttamanni Stöðvar 2, í bæjarferð.

Mynd Haraldur Guðjónsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×