Handteiknað kort af Reykjavík - tvö ár í vinnslu Erla Hlynsdóttir skrifar 17. júní 2011 19:44 „Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. Kortið hefur verið prentað í 50 þúsund eintökum og dreift frítt á helstu ferðamannastaði. Auk þess er vefútgáfa af kortinu aðgengileg á slóðinni reykjavikcentermap.com þar sem hægt er að þysja að þeim stöðum á kortinu sem fólk vill skoða betur, og sjást þá ótrúlegustu smáatriði. „Þú getur nánast séð fólkið í gluggunum," segir Snorri Þór. Að gerð kortsins komu átta starfsmenn Borgarmyndar, arkitektar, grafískir hönnuðir og forritari, sem öll kynntust þegar þau voru saman í námi í Listaháskóla Íslands. Snorri Þór segir að undirbúningur og teiknivinnan sjálf hafi tekið um tvö þúsund klukkustundir, þá hafi tekið við að mála allt kortið með vatnslitum og setja kortið saman í skiljanlega heild. „Við höfðum ekki gróðasjónarmið í huga þegar við ákváðum að gera þetta kort heldur langaði okkur að búa til fallegasta kort sem við hefðum séð," segir Snorri Þór.Hugmyndina að kortinu fékk Snorri Þór fyrir tíu árum og gekk hann með hana í maganum allar götur síðan. Í millitíðinni fór hann í nám í arkitektúr og kynntist þar núverandi samstarfsfélögum sínum. Útgáfa kortsins er að mestu fjármögnuð með auglýsingatekjum, en auk þess fékk hópurinn styrk frá bæði Nýsköpunarsjóði námsmanna og Reykjavíkurborg og gerðu þeir styrkir gæfumuninn. Á síðasta ári gaf Borgarmynd út teiknað kort af um fjórðungi þess svæðis sem nú er á kortinu. „Það var svona til að athuga með viðbrögðin. Við fengum svo mikið hrós að það var ekki aftur snúið. Þá fengum við auka styrk frá Reykjavíkurborg til að halda áfram," segir hann. Borgarmynd sérhæfir sig í kortagerð og upplýsingagrafík. Næsta stóra verkefni er að sjá um allt kynningarefni fyrir Menningarnótt í Reykjavík.Með því að smella á myndskeiðið hér að ofan má sjá umfjöllun Hafsteins Haukssonar, fréttamanns Stöðvar 2, um kortið. Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fleiri fréttir Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Sjá meira
„Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. Kortið hefur verið prentað í 50 þúsund eintökum og dreift frítt á helstu ferðamannastaði. Auk þess er vefútgáfa af kortinu aðgengileg á slóðinni reykjavikcentermap.com þar sem hægt er að þysja að þeim stöðum á kortinu sem fólk vill skoða betur, og sjást þá ótrúlegustu smáatriði. „Þú getur nánast séð fólkið í gluggunum," segir Snorri Þór. Að gerð kortsins komu átta starfsmenn Borgarmyndar, arkitektar, grafískir hönnuðir og forritari, sem öll kynntust þegar þau voru saman í námi í Listaháskóla Íslands. Snorri Þór segir að undirbúningur og teiknivinnan sjálf hafi tekið um tvö þúsund klukkustundir, þá hafi tekið við að mála allt kortið með vatnslitum og setja kortið saman í skiljanlega heild. „Við höfðum ekki gróðasjónarmið í huga þegar við ákváðum að gera þetta kort heldur langaði okkur að búa til fallegasta kort sem við hefðum séð," segir Snorri Þór.Hugmyndina að kortinu fékk Snorri Þór fyrir tíu árum og gekk hann með hana í maganum allar götur síðan. Í millitíðinni fór hann í nám í arkitektúr og kynntist þar núverandi samstarfsfélögum sínum. Útgáfa kortsins er að mestu fjármögnuð með auglýsingatekjum, en auk þess fékk hópurinn styrk frá bæði Nýsköpunarsjóði námsmanna og Reykjavíkurborg og gerðu þeir styrkir gæfumuninn. Á síðasta ári gaf Borgarmynd út teiknað kort af um fjórðungi þess svæðis sem nú er á kortinu. „Það var svona til að athuga með viðbrögðin. Við fengum svo mikið hrós að það var ekki aftur snúið. Þá fengum við auka styrk frá Reykjavíkurborg til að halda áfram," segir hann. Borgarmynd sérhæfir sig í kortagerð og upplýsingagrafík. Næsta stóra verkefni er að sjá um allt kynningarefni fyrir Menningarnótt í Reykjavík.Með því að smella á myndskeiðið hér að ofan má sjá umfjöllun Hafsteins Haukssonar, fréttamanns Stöðvar 2, um kortið.
Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fleiri fréttir Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Sjá meira