Viðskipti erlent

Miðar á Harry Potter seldir fyrir milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstandendur myndanna um Harry Potter hljóta að vera ánægðir með árangurinn. Mynd/ AFP.
Aðstandendur myndanna um Harry Potter hljóta að vera ánægðir með árangurinn. Mynd/ AFP.
Nýja myndin um Harry Potter þénaði metfé fyrsta daginn sem hún var sýnd í amerískum kvikmyndahúsum. Dreifingafyrirtækið Warner Bros segir að kvikmyndin hafi halað inn 92 milljónum bandaríkjadala, tæpum 11 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 20 milljónum dölum, eða 2,3 milljörðum, meira en The Twilight Saga: New Moon halaði inn fyrir tveimur árum.

Hluti af skýringunni á því hversu mikið nýja Harry Potter myndin þénar er sú að hún er í þrívídd og miðarnir á þrívíddarmyndir eru örlítið dýrari en miðarnir á myndir í tvívídd. Á einum degi halaði nýja Harry Potter myndin inn meira í tekjur en fjórar af sjö myndunum um Harry Potter gerðu á heilli frumsýningarhelgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×