Enski boltinn

Sandro frá í þrjá mánuði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sandro ásamt landsliðsfélaga sínum Maicon.
Sandro ásamt landsliðsfélaga sínum Maicon. Mynd. / AFP
Sandro Ranieri, miðjumaður Tottenham Hotspurs, mun líklega missa af fyrstu tveimur mánuðum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa þurft á aðgerð á hné í gær.

Þessi 22 ára leikmaður þurfti að yfirgefa Copa America keppnina á mánudaginn eftir að hafa meiðst á hné á æfingu með brasilíska landsliðinu.

Myndatökur gáfu það til kynna að liðband hafði slitnað og því þurfti leikmaðurinn að fara í aðgerð.

„Sérfræðingar okkar hafa sagt okkar að hann þurfi þrjá mánuði til að jafna sig,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×