Enski boltinn

Fletcher hefur ekki enn náð fyrri styrk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fletcher í baráttunni við Tevez.
Fletcher í baráttunni við Tevez. Mynd. / AFP
Skoski miðjumaðurinn, Darren Fletcher, gæti misst af byrjun tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United, en hann er enn að jafna sig á vírussýkingu sem hann fékk fyrr á árinu.

Leikmaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar að ná fyrri styrk og fór til að mynda ekki með Man. Utd. til Bandaríkjanna þar sem liðið er í æfingaferð.

Fletcher missti af síðustu tveimur mánuðum af nýafstöðnu tímabili eftir að hafa fengið slæman magavírus.

Þessi 27 ára Skoti er ekki enn byrjaður að æfa, en forráðarmenn Manchester United hafa skipað honum að vera heima hjá sér í bili og hvíla sig.

Fletcher mætti ekki á Carrington, æfingasvæði Man. Utd., 4. júlí síðastliðin þegar aðrir leikmenn komu til æfinga, en leikmaðurinn hefur misst mörg kíló og á langt í land að ná fyrri styrk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×