Enski boltinn

Stuðningsmenn ruddust í tvígang inn á völlinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tvö leiðinleg atvik áttu sér stað í æfingaleik milli Newcastle og Darlington, en áhorfendur ruddust í tvígang inn á leikvanginn, Darlington Arena.

Newcastle byrjaði leikinn virkilega vel og það tók Joey Barton ekki nema tvær mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Sammy Ameobi kom Newcastle í 2-0 þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en þá hófust lætin.

Eftir mark Ameobi ruddust stuðningsmenn Newcastle inn á völlinn og veittust að leikmönnum Darlington, en Joey Barton og Alan Smith, leikmenn Newcastle náðu að fá stuðningsmennina til þess að fara aftur upp í stúku.

Stuttu síðar fóru áhorfendur aftur inn á völlinn, en þá tók Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, til sinna ráða og fékk stuðningsmenn Newcastle til að fara aftur á sinn stað.

Leiknum lauk síðan með 2-0 sigri Newcastle en atvikin skyggja töluvert á sigurinn.

Hægt er að myndskeið af atvikunum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×